Nýtt fyrirkomulag
Sælar dömur og takk fyrir síðast! Forsendur fyrir þessari síðu virðist vera fallnar meira eða minna. Mér líst vel á nýja kerfi okkar að við hittumst alltaf síðasta mánudaginn í mánuðinum. Hefur virkað vel og mun auðvitað gera það áfram. Næst hittumst við 29. okt. hjá Víó og ég er strax farin að hlakka til :)
Til hamingju með litla kútinn Halla sem ég hlakka til að sjá og gangi þér vel í næstu viku Maríanna í keppninni! Vonandi nær svo Ína að koma í næsta klúbb en við höfum saknað þín í þessi 2 síðustu skipti Ína.
Bestu kveðjur
Addý

2 Comments:
Hæ skvísur
tek undir með Addý, finnst þetta plan okkar mjög sniðugt, það ýtir undir að við hittumst oftar, sem er auðvitað bara gaman. Hlakka til að sjá ykkur allar 29.okt, og vonandi Konráð litla líka:-)
Halla endilega láttu okkur vita ef þú ert með heimasíðu fyrir litla prinsinn, svo við getum fylgst með.
Knús Víó
Hæ pæs, kemst því miður ekki í kvöld. Júlli er á vakt. Verð með ykkur í huganum. Kv. Addý
Skrifa ummæli
<< Home