30 september 2007

Nýtt fyrirkomulag

Sælar dömur og takk fyrir síðast! Forsendur fyrir þessari síðu virðist vera fallnar meira eða minna. Mér líst vel á nýja kerfi okkar að við hittumst alltaf síðasta mánudaginn í mánuðinum. Hefur virkað vel og mun auðvitað gera það áfram. Næst hittumst við 29. okt. hjá Víó og ég er strax farin að hlakka til :)
Til hamingju með litla kútinn Halla sem ég hlakka til að sjá og gangi þér vel í næstu viku Maríanna í keppninni! Vonandi nær svo Ína að koma í næsta klúbb en við höfum saknað þín í þessi 2 síðustu skipti Ína.
Bestu kveðjur
Addý

27 júlí 2007

Upp með hendi þeir sem vilja hittast! :)

Jæja skvísur þá er orðið ansi langt síðan síðast.
Hvar eru þið staddar og hvenær verður næsti hittingur?
Ég er búin í fríi og sé framá daprasta sumar síðan 2004 hvað varðar veðurfar snertir svo að hittingur væri eitthvað frábært til að lífga uppá (í orðsins fyllstu) gráan hversdaginn.
Held að spjótin beinist að þér enn og einu sinni kæra Halla :) Hlakka ferlega mikið til að hitta ykkur allar og heyra um ævintýri sumarsins.
Knús Addý

15 maí 2007

Hittingur?

Er ekki kominn tími á saumaklúbb dömur? Halla, ég skora á þig að fara að setja tíma á þetta :)

11 apríl 2007

Nýtt stefnumót

Jæja, nú hafa verið mannabreytingar á saumaklúbbnum og og jafnvel aðrar breytingar líka því að síðast voru blikur á lofti með að fara nú að "sauma" eða prjóna á stefnumótunum, þið kennið mér þá bara :) En allavega velkomin Maríanna og gaman að fá þig með þótt við komum örugglega til með að sakna Hildar líka sem hefur verið með næstum frá upphafi. Gangi þér vel Hildur í nýja starfinu :)
Ég ætla hins vegar að bjóða ykkur heim í næstu viku og vona að allir komist. Ég ætla að stinga uppá þriðjudeginum 17. apríl, kl. 20 að venju, en er opin fyrir öðrum dögum líka.
Látið í ykkur heyra
Kær kveðja
Addý

20 mars 2007

Takk fyrir síðast

ég kveð fjallkonurnar með tár í augum. Hafið það gott skvísur!!

06 mars 2007

Næsti klúbbur

Heima hjá Víó 19.mars 2007 kl. 20:00! Sjáumst hressar og kátar

02 mars 2007

Saumó?

Finnst ykkur ekki að við verðum að halda einn saumó áður en að Hildur fer heim til Íslands?