Nýtt stefnumót
Jæja, nú hafa verið mannabreytingar á saumaklúbbnum og og jafnvel aðrar breytingar líka því að síðast voru blikur á lofti með að fara nú að "sauma" eða prjóna á stefnumótunum, þið kennið mér þá bara :) En allavega velkomin Maríanna og gaman að fá þig með þótt við komum örugglega til með að sakna Hildar líka sem hefur verið með næstum frá upphafi. Gangi þér vel Hildur í nýja starfinu :)
Ég ætla hins vegar að bjóða ykkur heim í næstu viku og vona að allir komist. Ég ætla að stinga uppá þriðjudeginum 17. apríl, kl. 20 að venju, en er opin fyrir öðrum dögum líka.
Látið í ykkur heyra
Kær kveðja
Addý

13 Comments:
Vegna þess að síðasti strætó fer frá mér kl. 21:39 ætla ég að hafa boðið með öðrum hætti en venjulega. Geri kvöldmat í staðinn og vil gjarnan fá ykkur um 6 leytið. Hvernig hljómar það?
Það fer strætó frá Rutebilest. kl. 17:15 og er nr. 117 (blár). Held að Víó rati þetta síðan síðast eða ég rölti á móti ykkur :) Heimilisfangið er: St. St. Blichers Vej 19, 8370 Selling. Sími: 87499123
Ég kemst :) hlakka til ad sjá ykkur
Halla
Ég kemst ekki. Ég er að vinna til kl 20:00 alla virka daga. Verð bara að koma næst.
Geggjað, líst rosa vel á þennan hitting. Ég kemst allaveganna og hlakka mikið til að hitta ykkur allar, með eða án handavinnu...hehe.
Ég er ekki sú duglegasta að rata, en við reddum þessu stelpurnar, ekki málið.
Sjáumst
kveðja Víó
Frábært, geri eitthvað gott handa okkur:)
Leiðinlegt að þú komist ekki Ína, gæti Bjössi verið þér innan handar í þetta skiptið svo þú gætir komist þó það væri kannski ekki alveg á mínútunni?
Sendi einhver á Maríönnu? Vissi ekki netfangið hennar sko. Var ekki líka Sigrún einhvern tímann kandidat í þennan saumaklúbb?
kv. Addý
Maríanna kemst ekki, hún er svo upptekin fyrir kaffibaristakeppnina sem hún er að fara að taka þátt í 22.apr.
Hilsen Víó
Mér líst vel á þessar breytingar hjá ykkur. Sakna ykkar og Árósa óendanlega mikið!! Góða skemmtun
Takk fyrir það Hildur :) Vegna veikinda og almennra bissíheita hjá öllum ætla ég samt að gera aðra tilraun til að safna sem flestum saman og stefni að sama pakka bara í næstu viku. Þ.e. næsta þriðjudag, þann 24. apríl. Sendum þér góða vinningsstrauma Maríanna á sunnudaginn :)
Kv. Addý
...ég kemst en vill gjarnan fá thad stadfest hvort thetta eigi ad vera venjulegt eda sauma/prjóna/föndra-eitthvad?? :D
góda helgi, Halla
Ég er hlutlaus þar sem ég kann ekkert :) Komið með ef ykkur langar. Hlakka til að sjá ykkur!
Kv. Addý
Ég kemst. :) Ína
cool - thá verdur vonandi bara fullt hús nú thegar Ína kemst líka :)
sjáumst á morgun, Halla
Sjáumst hressar og sprækar í kvöld, hlakka mikið til að sjá ykkur skvísur.
Kveðja Víó
Skrifa ummæli
<< Home