11 apríl 2007

Nýtt stefnumót

Jæja, nú hafa verið mannabreytingar á saumaklúbbnum og og jafnvel aðrar breytingar líka því að síðast voru blikur á lofti með að fara nú að "sauma" eða prjóna á stefnumótunum, þið kennið mér þá bara :) En allavega velkomin Maríanna og gaman að fá þig með þótt við komum örugglega til með að sakna Hildar líka sem hefur verið með næstum frá upphafi. Gangi þér vel Hildur í nýja starfinu :)
Ég ætla hins vegar að bjóða ykkur heim í næstu viku og vona að allir komist. Ég ætla að stinga uppá þriðjudeginum 17. apríl, kl. 20 að venju, en er opin fyrir öðrum dögum líka.
Látið í ykkur heyra
Kær kveðja
Addý