23 október 2006

Nýr meðlimur í klúbbinn

Ég tók mér bersaleyfi (vona að þetta sé rétt Addý...múhahahah) og bauð einni nýrri að slást í hópinn hjá okkur. Vona að það sé í lagi ykkar vegna að ég sé að bjóða nýjum inn í hópinn án þess að bera það undir ykkur fyrst. En þið eruð svo líbó að ég geri ráð fyrir að þið séuð bara sáttar við að okkur fjölgi aðeins. Ína kemst ekki á föstudaginn en við verðum samt 5 stykki sem er gott :) Sjáumst hressar kl. 20:00

15 október 2006

27.október kl. 20

Hverjar komast 27.október kl. 20 í saumaklúbb. þetta er föstudagskvöld? Ég er sammála að það er sniðugara að halda þetta á föstudegi eða laugardegi á meðan Addý býr í Óðinsvé. Skrifið komment ef þið komist þá eða ekki!!

04 október 2006

Myndir!!!




Loksins komnar myndir af okkur!! Erum við ekki æðislegar. Ég var reyndar að fatta það að ég er eins og skrattinn úr sauðalæknum með þetta hár mitt. Spurning um að fara safna og lita svo ljóst til að fitta betur inn í hópinn...