29 september 2006

Næsti klúbbur hjá Hildi

Ég ætla að halda næsta klúbb í október. Ég er með tvær tillögur að dagsetningu og ætla að velja þá sem flestir komast. Sunnudagurinn 29.október eða mánudagurinn 30.október. Hugmyndin er að ég sjái um allar veitingar þar sem við vorum búna að spjalla um það nokkrar og vorum sammála að það væri málið þar sem yfirleitt fer maður heim með mikið af afgöngum sem eru ekki af hinu góða og ættu að enda í ruslinu en enda í staðin sem nokkur aukakíló á rassinum!!
Skrifið í comments hér að neðan hvor dagurinn hentar ykkur og ef ykkur er sama hvorn daginn það verður. Sjáumst fljótt!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, við leggjum af stað alltaf á sunnudagseftirmiðdögum heim til Odense til að vera ekki komin of seint þar sem Júlli þarf alltaf að keyra til Esbjerg snemma á mánud. morgnum. Ég kemst því miður ekki þessa daga en ég kem þá bara næst :) Kv. Addý

3.10.06  
Blogger Ína Dögg said...

Ég kemst á mánudagskvöldinu.

5.10.06  
Blogger Schopka fjölskyldan said...

Eruð þið ofsalega uppteknar alltaf á fös. og laug. kvöldum? Það eru þau kvöld sem ég kæmist. Væri hægt þangað til ég flyt í febrúar að reyna að stíla inná þá daga og svo er hægt að hafa hvaða dag vikunnar sem er þegar ég bý í Árósum aftur? Ég kæmist næstu helgi og svo þarnæstu. Bara að pæla, bæjó skvíses

9.10.06  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ stelpur

...ég get eiginlega alltaf (líka á fös og lau) og fyndist gaman að reyna að stíla inná þá daga sem við komumst allar :)

kv, Halla Björg

10.10.06  

Skrifa ummæli

<< Home