Næsti klúbbur hjá Hildi
Ég ætla að halda næsta klúbb í október. Ég er með tvær tillögur að dagsetningu og ætla að velja þá sem flestir komast. Sunnudagurinn 29.október eða mánudagurinn 30.október. Hugmyndin er að ég sjái um allar veitingar þar sem við vorum búna að spjalla um það nokkrar og vorum sammála að það væri málið þar sem yfirleitt fer maður heim með mikið af afgöngum sem eru ekki af hinu góða og ættu að enda í ruslinu en enda í staðin sem nokkur aukakíló á rassinum!!
Skrifið í comments hér að neðan hvor dagurinn hentar ykkur og ef ykkur er sama hvorn daginn það verður. Sjáumst fljótt!!
