29 september 2006

Næsti klúbbur hjá Hildi

Ég ætla að halda næsta klúbb í október. Ég er með tvær tillögur að dagsetningu og ætla að velja þá sem flestir komast. Sunnudagurinn 29.október eða mánudagurinn 30.október. Hugmyndin er að ég sjái um allar veitingar þar sem við vorum búna að spjalla um það nokkrar og vorum sammála að það væri málið þar sem yfirleitt fer maður heim með mikið af afgöngum sem eru ekki af hinu góða og ættu að enda í ruslinu en enda í staðin sem nokkur aukakíló á rassinum!!
Skrifið í comments hér að neðan hvor dagurinn hentar ykkur og ef ykkur er sama hvorn daginn það verður. Sjáumst fljótt!!

27 september 2006

Gott framtak

Takk fyrir síðast skvíses. Líst vel á þetta hjá þér Hildur :) Vonandi voru myndirnar sem við tókum um helgina nógu góðar til að hægt sé að setja þær inná síðuna.
Ég bíð spennt eftir næsta skipti, setur þú ekki bara stað og stund hérna inn?
Kv.Addý

25 september 2006

Hver er næst?

Mér datt í hug að við tækjum bara stafrófsröðina á þetta hjá okkur. Hvernig líst ykkur á það skvísur? Þá er svo einfallt að muna hver er næst með hitting. Mér datt líka í hug hvort við gætum ekki hisst einu sinni í mánuði, svona að meðaltali að minnsta kosti.

Allavega ef við gerum það og ef við tökum stafrófið á þetta þá er röðin svona:

Halla = September
Hildur = Október
Ína = Nóvember
Víó = Janúar
Addý = Febrúar
Halla = Mars
Hildur = Apríl
Ína = Maí
Víó = Júní
Addý = Júlí

o.s.frv.

Svo bætist Sigrún kannski í hópinn. Hún var að eiga litla dömu fyrir rúmri viku svo hún verður sennilega ekki með fyrr en um eða eftir áramótin en þá bætum við henni bara inn í röðina.

23 september 2006

Fjallkonur í Árósum

Ný heimasíða komin í vinnslu fyrir kjaftaklúbbinn Fjallkonur í Árósum. Meðlimir eru: Hildur, Víó, Addý, Halla og Ína. Við erum allar íslenskar fjallkonur búsettar í Danmörk. Flestar okkar eru að læra viðskiptafræði, ein í sálfræði og ein í læknisfræði. Þessi heimasíða er gerð af því Hildur (ég) er svo heimasíðu óð og vildi endilega að klúbburinn okkar ætti heimasíðu. Síðasti klúbbur var haldinn 22.september 2006 heima hjá Höllu. Þar var ýmislegt góðgæti í boði og talað var um allt milli himins og jarðar. Svaka stuð og mér er strax farið að hlakka til að hittast næst.